Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 18

Haldinn Víkurbraut 24,
24.11.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Stefanía Anna Sigurjónsdóttir formaður,
Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Berglind Stefánsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Guðjón Örn Magnússon 1. varamaður,
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsviðs.
Fundargerð ritaði: Erla Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Fundargerð
8. 2210003F - Fjölmenningarráð - 7
Almenn mál
1. 202201071 - Félagslegt leiguhúsnæði
Félagslegar íbúðir í eigu Sveitarfélagsins Hornafjarðar eru 40 talsins sem er hlutfallslega há tala miðað við önnur sambærileg sveitarfélög. Í stefnu sveitarfélagsins er að fækka íbúðum í eigu þess skv. reglum um sölu í íbúða í eigu þess. Starfsfólk velferðarsviðs hefur unnið við þarfagreiningu undanfarin ár varðandi þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði í sveitarfélaginu og leggur til að seldar verði allt að 6 íbúðir í eigu þess.

Málinu vísað til bæjarráðs.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson
2. 202211083 - Smiðjur - iðja í stuðnings-og virkniþjónustu
Í 24. gr. laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eiga allir að hafa kost á að sækja atvinnu- og hæfnistengda þjónustu við hæfi og sveitarfélögum ber skylda til að starfrækja vinnustaði fyrir verndaða vinnu. Í stuðnings- og virkniþjónustu velferðarsviðs er gert ráð fyrir dagdvöl fatlaðra. Dagdvöl á að innihalda iðju við hæfi þar sem einstaklingar koma saman og vinna í verkefnum sem hafa tilgang og stuðla að bættri heilsu og betri líðan. Í starfsemi velferðarsviðs hefur iðja í dagdvöl fatlaðra verið ábótavant og leggur starfsfólk sviðsins til að gerð verði gangskör í þeim efnum og að veitt verði á næstkomandi ári sérstöku fjármagni til efniskostnaðar fyrir slíka iðju.

Tillaga samþykkt að lagt sé til 1.000.000 kr.- fyrir starfsemi í iðju í dagdvöl fyrir fólk með fötlun. Málinu vísað til bæjarráðs.
 
Gestir
Sigríður Helga Axelsdóttir
Sigrún Bessý Guðmundsdóttir
3. 202208029 - Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022
Bæjarstjórn lagði til að siðareglurnar verði teknar upp til endurskoðunar í nefndum og bæjarráði. Í siðareglum kjörinna fulltrúa er skráð og skilgreind sú háttsemi sem kjörnir fulltrúar vilja sýna af sér við öll sín störf. Með kjörnum fulltrúum er átt við bæjarfulltrúa sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Lagt fram til kynningar og engar athugasemdir gerðar.
Siðarreglur kjörinna fulltrúa 2018-2022.pdf
4. 202104012 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks
Skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 eru ákvæði um að sveitarfélög veiti akstursþjónustu fyrir fólk með fötlun. Mælt er fyrir að gerðar verði reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um akstursþjónustu fyrir fólk með fötlun með því markmiði að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu, nám, njóta tómstunda og vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu sem það nýtur samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í reglum um akstursþjónustu er einnig gjaldskrá.

Tillaga að reglum um akstursþjónustu og gjaldskrá samþykkt, með fyrirvara um að endurskoða útfærslu á þjónustunni þ.e. fjöldi ferða og tímasetningar ásamt gjaldtöku. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
Drög - reglur um akstursþ fatla 18.10.2022 (002).pdf
Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks.pdf
Fylgiskjal meðdrögum að gjaldskrám um akstursþjónustu.pdf
5. 202104011 - Reglur um akstursþjónustu aldraðra
Í X. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er ákvæði um að sveitarfélög veiti akstursþjónustu fyrir aldraða. Mælt er fyrir að gerðar verði reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um akstursþjónustu aldraðra með því markmiði að gera öldruðum einstaklingum kleift að búa lengur heima. Í reglum um akstursþjónustu er einnig gjaldskrá.

Tillaga að reglum um akstursþjónustu og gjaldskrá samþykkt, með fyrirvara um að endurskoða útfærslu á þjónustunni þ.e. fjöldi ferða og tímasetningar ásamt gjaldtöku. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.
Reglur um akstursþjónustu aldraðra.pdf
Fylgiskjal meðdrögum að gjaldskrám um akstursþjónustu.pdf
Drög - reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða copy (002).pdf
7. 202004058 - Einstaklingsmál
Fært í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta