Fundargerð ritaði: Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, Stjórnandi stuðnings- og virkniþjónustu
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202505038 - Reglur um stoðþjónustu
Lögð er fram tillaga af nýjum reglum um stoðþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Reglurnar taka við núverandi reglum um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Vinnsla reglanna er partur af úrbótaáætlun á reglum sem snúa að þjónustu stuðnings- og virkniþjónustu.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks gerir ekki athugasemdir við reglurnar.
2. 202310117 - Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk - Þarfagreining
Undanfarin misseri hefur verið unnin vinna við greiningu á möguleikum við uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólk telur brýnt að haldið verði áfram með greiningarvinnu varðandi búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Mikilvægt er að farið sé í þá uppbyggingu sem þarf sem allra fyrst.
3. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025
Stjórnandi stuðnings- og virkniþjónustu kynnti breytingar í starfsemi velferðarsviðs.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks þakkar Bessý fyrir kynningu á breytingunum og fagnar því að iðju- og hæfingastöðin í Selinu sé komin af stað.
4. 202508028 - Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Vinnsla reglanna er liður í úrbótaáætlun vegna reglna stuðnings- og virkniþjónustu.
Farið yfir drög að nýjum reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Notendaráð um málefni fatlaðs fólk gerir ekki athugasemdir við drögin.
5. 202508029 - Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Farið yfir drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði.