Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1144

Haldinn í ráðhúsi,
24.09.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2409009F - Velferðarnefnd - 35
Fundargerð velferðarnefndar nr. 35 lögð fram til kynningar.
2. 2409010F - Fræðslu- og frístundanefnd - 117
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 117 lögð fram til kynningar.
3. 2409004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 85
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar nr. 85 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsnefnd taki mál nr. 2 í fundargerð, Hagaleira 12, bílastæði - Deiliskipulag, til umfjöllunar á ný í ljósi ábendinga sem borist hafa.
Almenn mál
4. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerðir stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 19 og 20 lagðar fram til kynningar.
19.fundur stýrihóps 13.september 2024.pdf
20. fundur stýririhóps 19. september 2024.pdf
5. 202409038 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Núverandi reglur tóku gildi árið 2016 og því mikilvægt að uppfæra þær t.d. með tilliti til þeirra laga og
reglugerðabreytinga sem hafa átt sér stað í samfélaginu á þeim tíma, sem og aðlaga þær að núverandi skipuriti
velferðarsviðs.


Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að lagfæra reglurnar í samræmi við athugasemdir sem komu fram á fundinum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
6. 202409036 - Reglur um notendasamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna
Lögð er fram tillaga að reglum um notendasamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Sveitarfélaginu
Hornafirði.
Notendasamningar fela í sér að notandi stjórnar þeirri aðstoð sem hann á rétt á skv. mati, skipuleggur hana, ákveður
hvenær og hvar hún er veitt og velur aðstoðarfólk.
Skv. 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 með síðari breytingum, er
einstaklingi heimilt að sækja um notendasamning við sveitarfélagið um þjónustuform og fyrirkomulag stuðnings eða
aðstoðar. Markmið notendasamnings er að auka val einstaklinga um þjónustuform og fyrirkomulag stuðnings eða
aðstoðar, að undangengnu faglegu mati.


Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að lagfæra framlögð drög að reglunum í samræmi við athugasemdir bæjarráðs og vísar reglunum til samþykktar bæjarstjórnar og umfjöllunar í notendaráði fatlaðs fólks.
7. 202401088 - Fundargerðir Nýheima þekkingarseturs 2024
Fundargerð stjórnar Nýheima Þekkingarseturs númer 151 lögð fram til kynningar.
8. 202401125 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga 2024
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga númer 75 lögð fram til kynningar.
9. 202406081 - Umsögn vegna draga að flokkun fimm virkjunarkosta, mál nr.1142024
Umsögn vegna tillögu að flokkun fimm virkjunarkosta lögð fram til samþykktar. Eftir síðasta samráðsferli var fjórum faghópum falið að vinna greiningar og leggja mat á áhrif virkjunarkosta. Í kjölfarið gerði verkefnisstjórn tillögu til ráðherra að röðun virkjunarkostanna og voru þær tillögur settar fram í opið, almennt 12 vikna umsagnarferli. Frestur til að leggja fram umsögn er til 27. september nk. Framlögð umsögn er samhljóða þeirri sem lögð var fram í fyrra samráðsferli.

Bæjarráð samþykkir samhljóða umsögnina. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að birta umsögnina í samráðsgátt.
10. 202409053 - Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem sveitarfélaginu er boðið til samráðs í máli númer 178/2024 - Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.



Lagt fram til kynningar.
11. 202409083 - Álagningarreglur 2025
Álagningarreglur sveitarfélagsins lagðar fram til kynningar og umræðu.

Farið var yfir þróun fasteignamats í sveitarfélaginu og málinu vísað til áframhaldandi vinnu.
12. 202409070 - Fjárhagsáætlun 2025
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins 2024-2027 lögð fram til kynningar og umræðu ásamt afsláttarreglum sveitarfélagsins. Þá er minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar sveitarfélaga 2025 og 2026 til 2028 lagt fram til kynningar.

Bæjarráð vísar framkvæmdaáætlun og afsláttarreglum til áframhaldandi vinnu.
Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdf
13. 202409062 - Reglur um heimild til fjarveru vegna veikinda náinna fjölskyldumeðlima
Minnisblað sviðstjóra stjórnsýslusviðs um reglu vegna heimildar starfsfólks til að nýta veikindarétt sinn í tengslum við veikindi nákominna lagt fram til upplýsinga.



Bæjarstjórn hefur samþykkt regluna í tölvupósti og reglan þegar tekin í gildi.
14. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Þann 20. september 2024 barst sveitarfélaginu erindi frá Framkvæmdasýslu Ríkiseigna (hér eftir FSRE) þar sem óskað er eftir heimild til samningaviðræðna við verktaka vegna kröfu verktaka um greiðslu aukins kostnaðar sökum lengri verktíma.
Tafir á verkframkvæmdinni koma til af töfum við afhendingu hönnuða á teikningum auk fleiri atriða.
Bygging hjúkrunarheimilis á Höfn er á grunni verksamnings milli verkkaupa Heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og verktaka Húsheildar ehf, en verkið er í umsjón og verkstjórn FSRE.


Bæjarráð fyrir hönd Sveitarfélagsins veitir FSRE heimild til að leita sátta við verktaka, en gerir jafnframt kröfu um að eiga fulltrúa í þeim viðræðum. Bæjarstjóra er falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins í viðræðunum.

Bæjarráð áréttar að verkið sjálft, undirbúningur þess og öll samskipti við hönnuði sem að verkinu koma, hafa verið á hendi FSRE en ekki sveitarfélagsins.


15. 202407033 - Kjarasamningar sveitarfélagsins við starfsgreinafélagið AFL
Minnisblað um sáttafund sem haldin var 20.09.2024 í kjaradeilu sveitarfélagsins við Afl starfsgreinafélag.

Samninganefnd sveitarfélaga hefur boðið sólarlagsákvæði á þau sérákvæði sem eru til umfjöllunar. Sveitarfélagið hefur samþykkt nýjar reglur í starfsmannastefnu sveitarfélagsins um nýtingu veikindaréttar vegna veikinda náinna fjölskyldumeðlima. Með því hafa réttindi allra starfsmanna sveitarfélagsins verið aukin hvað þetta varðar.

Þá hefur mikil vinna verið lögð í að bæta starfsaðstæður á leikskólanum, m.a. með aukningu fjármagns til fatakaupa starfsfólks, og þeirri vinnu er hvergi nærri lokið.

Unnið hefur verið að heilindum að því að ná fram samningi og það skiptir máli að þeirri vinnu ljúki sem fyrst svo félagsfólk Afls á öllu suðaustur- og austurlandi fái sína réttmætu kjarabót sem beðið hefur verið eftir frá 1. apríl sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta