Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 80

Haldinn í ráðhúsi,
22.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Emil Örn Moravek Jóhannsson 1. varamaður,
Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Fundagerðir svæðisstjórnar og svæðisráðs suðursvæðis þjóðgarðsins lagt fram til kynningar.

Nefndin vekur athygli á bókun svæðisráðs varðandi stöðu þjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis, mál nr. 202508-0012 á 148. fundi svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Nefndin ítrekar mikilvægi þess að staðan verði áfram staðsett í Sveitarfélaginu Hornafirði, í samræmi við hlutverk svæðisins og tengsl þjóðgarðsins við nærsamfélagið.
Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar málinu til bæjaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni.
Vjp_216_svæðisstjórn_fundargerð-1-.pdf
Vjp_148._Suðursvæði_fundargerð_.pdf
Almenn mál
2. 202312038 - HeimaHöfn - Ungt fólk og efling byggða
Eyrún Fríða Árnadóttir, verkefnastjóri Nýheima þekkingarseturs kynnir HeimaHöfn, samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nýheima þekkingarseturs og málþing sem setrið stóð fyrir í lok september síðastliðnum.

Málþing sem Nýheimar þekkingarsetur stóð fyrir í september var mjög áhugavert og gestir komu víða að.
Fyrirlesarar frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi lýstu ýmsum rannsóknum og verkefnum sem þar eru í gangi til að efla smærri samfélög og þar komu fram ýmsar hugmyndir sem hægt verður að vinna með í okkar samfélagi.
Nefndin þakkar Eyrúnu fyrir kynninguna og hvetur íbúa og forsvarsfólk fyrirtækja til að kynna sér verkefnið HeimaHöfn á heimahofn.is
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir
3. 202502071 - Humarhátíð 2025
Skýrsla humarhátíðarnefndar lögð fram til kynningar.

Nefndin þakkar Humarhátíðarnefnd 2025 fyrir innsenda skýrslu og framlag þeirra til hátíðarhaldanna síðastliðið sumar.
Nefndin hvetur áhugasöm til þátttöku í Humarhátíð 2026 að hafa samband við forstöðumann Menningarmiðstöðvar, kristinvala@hornafjordur.is
Humarhátíð Skýrsla - 2025.pdf
4. 202510071 - Innflytjendur og menning - lokaritgerð Eyrún Helga Ævarsdóttir
Lokaritgerð Eyrúnar Helgu Ævarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, lögð fram til kynningar.
Ritgerðin ber titilinn "Innflytjendur og menning: Geta menningarviðburðir, íþróttastarf og félagastarf haft áhrif á búsetulengd innflytjenda?" og fjallar um tengsl menningar við búsetulengd innflytjenda á Íslandi sérstaklega á landsbyggðinni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort menningartengd þjónusta geti stuðlað að lengri búsetu og inngildingu innflytjenda í minni bæjarfélögum með sérstakri áherslu á Sveitarfélagið Hornafjörð.


Nefndin óskar Eyrúnu til hamingju með ritgerðina og þakkar fyrir hennar framlag til rannsókna á menningu í sveitarfélaginu og að deila niðurstöðum sínum með nefndinni.
Eyrún Helga Ævarsdóttir_ML_lokaverk.pdf
5. 202506078 - Kvennaár 2025
Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls föstudagsins n.k., þann 24. október, þegar fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi 1975.
Bæjarráð hefur hvatt konur á vinnustöðum sveitarfélagsins að taka virkan þátt í deginum.
Baráttufundur hefur verið skipulagður á Höfn.
Konur og kvár eru hvött til að ganga út kl 14, hittast við ráðhúsið og labba þaðan saman uppá Heppu. Þar munu konur í sveitarfélaginu taka til máls áður en horft verður á útsendingu frá baráttufundi á Austurvelli.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar verður opin sem hér segir þennan föstudag:
Bókasafn er opið kl.11-14.
Svavarssafn er opið kl.9-14
Gamlabúð er opin kl.16-20


Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku á kvennafrídeginum og þakkar skipuleggjendum fyrir.
Facebook fundarboð vegna kvennafrídagsins 24.10.2025 á Höfn.pdf
6. 202510051 - Bíóloft
Innsend áminning frá félagasamtökunum Bíóloftinu lögð fram til kynningar.
Þar sem m.a. segir:
"Félagasamtökin Bíóloftið voru stofnuð árið 2023 með það að markmiði að halda utan um rekstur
kvikmyndahúss í Sindrabæ, eftir að bæjarráð gaf vilyrði fyrir fjármagni sem færi í búnaðarkaup.
Við nánari skoðun og samtal við sveitarfélagið þá var niðurstaðan sú að ekki væri ráðlegt að fara í
uppbyggingu á kvikmyndasal í Sindrabæ þar sem ljóst var að sveitarfélagið var í startholunum að fara í miklar og tímabærar endurbætur á Sindrabæ.
En þar sem aðal markmið Bíóloftsins er að koma upp kvikmyndahúsi á Höfn þá höfum við eðlilega
horft eftir öðru hentugu húsnæði."


Emil vék af fundi við afgreiðslu máls.
Nefndin þakkar félagasamtökunum Bíóloftinu fyrir áminninguna og hvetur hlutaðeigendur til að hafa samráð við Bíóloftið varðandi aðstöðu fyrir bíósýningar.

7. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga
Forstöðumanni Menningarmiðstöðvar var falið að vinna að breytingum á úthlutunarreglum styrkja sveitarfélagsins. Drög að breytingum lagðar fram til kynningar.


Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að málinu.
8. 202509069 - Skaftfellingur
Lögð er fram tillaga að ritnefnd Skaftfellings 2026:
Kristín Vala Þrastardóttir,
Sigrún Sigurgeirsdóttir,
Gunnar Ásgeirsson


Nefndin samþykkir skipun ritnefndar og hvetur íbúa og önnur áhugasöm til að senda inn erindi og/eða þátttöku í ritnefnd.
Nefndin felur starfsmanni að kynna útgáfuna fyrir ungmennaráði og óska eftir þátttöku þeirra í verkefninu.

Áhugasöm eru hvött til að hafa samband við Kristínu, kristinvala@hornafjordur.is
9. 202409071 - Menningarmiðstöð
Forstöðumaður kynnir starf menningarmiðstöðvar.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta