|
Fundinn sátu: Steindór Sigurjónsson aðalmaður, Gunnar Ásgeirsson aðalmaður, Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður, Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs, Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður, Emil Örn Moravek Jóhannsson 1. varamaður, Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð. |
|
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar |
|
|
|
| 1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs |
Fundagerðir svæðisstjórnar og svæðisráðs suðursvæðis þjóðgarðsins lagt fram til kynningar.
|
Nefndin vekur athygli á bókun svæðisráðs varðandi stöðu þjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis, mál nr. 202508-0012 á 148. fundi svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að staðan verði áfram staðsett í Sveitarfélaginu Hornafirði, í samræmi við hlutverk svæðisins og tengsl þjóðgarðsins við nærsamfélagið. Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar málinu til bæjaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni. |
| Vjp_216_svæðisstjórn_fundargerð-1-.pdf |
| Vjp_148._Suðursvæði_fundargerð_.pdf |
|
|
|
|
|
| 2. 202312038 - HeimaHöfn - Ungt fólk og efling byggða |
Eyrún Fríða Árnadóttir, verkefnastjóri Nýheima þekkingarseturs kynnir HeimaHöfn, samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nýheima þekkingarseturs og málþing sem setrið stóð fyrir í lok september síðastliðnum.
|
Málþing sem Nýheimar þekkingarsetur stóð fyrir í september var mjög áhugavert og gestir komu víða að. Fyrirlesarar frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi lýstu ýmsum rannsóknum og verkefnum sem þar eru í gangi til að efla smærri samfélög og þar komu fram ýmsar hugmyndir sem hægt verður að vinna með í okkar samfélagi. Nefndin þakkar Eyrúnu fyrir kynninguna og hvetur íbúa og forsvarsfólk fyrirtækja til að kynna sér verkefnið HeimaHöfn á heimahofn.is |
|
| |
| Gestir |
| Eyrún Fríða Árnadóttir |
|
|
| 3. 202502071 - Humarhátíð 2025 |
Skýrsla humarhátíðarnefndar lögð fram til kynningar.
|
Nefndin þakkar Humarhátíðarnefnd 2025 fyrir innsenda skýrslu og framlag þeirra til hátíðarhaldanna síðastliðið sumar. Nefndin hvetur áhugasöm til þátttöku í Humarhátíð 2026 að hafa samband við forstöðumann Menningarmiðstöðvar, kristinvala@hornafjordur.is |
| Humarhátíð Skýrsla - 2025.pdf |
|
|
|
| 4. 202510071 - Innflytjendur og menning - lokaritgerð Eyrún Helga Ævarsdóttir |
Lokaritgerð Eyrúnar Helgu Ævarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, lögð fram til kynningar. Ritgerðin ber titilinn "Innflytjendur og menning: Geta menningarviðburðir, íþróttastarf og félagastarf haft áhrif á búsetulengd innflytjenda?" og fjallar um tengsl menningar við búsetulengd innflytjenda á Íslandi sérstaklega á landsbyggðinni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort menningartengd þjónusta geti stuðlað að lengri búsetu og inngildingu innflytjenda í minni bæjarfélögum með sérstakri áherslu á Sveitarfélagið Hornafjörð.
|
Nefndin óskar Eyrúnu til hamingju með ritgerðina og þakkar fyrir hennar framlag til rannsókna á menningu í sveitarfélaginu og að deila niðurstöðum sínum með nefndinni.
|
| Eyrún Helga Ævarsdóttir_ML_lokaverk.pdf |
|
|
|
| 5. 202506078 - Kvennaár 2025 |
Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls föstudagsins n.k., þann 24. október, þegar fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi 1975. Bæjarráð hefur hvatt konur á vinnustöðum sveitarfélagsins að taka virkan þátt í deginum. Baráttufundur hefur verið skipulagður á Höfn. Konur og kvár eru hvött til að ganga út kl 14, hittast við ráðhúsið og labba þaðan saman uppá Heppu. Þar munu konur í sveitarfélaginu taka til máls áður en horft verður á útsendingu frá baráttufundi á Austurvelli.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar verður opin sem hér segir þennan föstudag: Bókasafn er opið kl.11-14. Svavarssafn er opið kl.9-14 Gamlabúð er opin kl.16-20
|
| Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku á kvennafrídeginum og þakkar skipuleggjendum fyrir. |
| Facebook fundarboð vegna kvennafrídagsins 24.10.2025 á Höfn.pdf |
|
|
|
| 6. 202510051 - Bíóloft |
Innsend áminning frá félagasamtökunum Bíóloftinu lögð fram til kynningar. Þar sem m.a. segir: "Félagasamtökin Bíóloftið voru stofnuð árið 2023 með það að markmiði að halda utan um rekstur kvikmyndahúss í Sindrabæ, eftir að bæjarráð gaf vilyrði fyrir fjármagni sem færi í búnaðarkaup. Við nánari skoðun og samtal við sveitarfélagið þá var niðurstaðan sú að ekki væri ráðlegt að fara í uppbyggingu á kvikmyndasal í Sindrabæ þar sem ljóst var að sveitarfélagið var í startholunum að fara í miklar og tímabærar endurbætur á Sindrabæ. En þar sem aðal markmið Bíóloftsins er að koma upp kvikmyndahúsi á Höfn þá höfum við eðlilega horft eftir öðru hentugu húsnæði."
|
Emil vék af fundi við afgreiðslu máls. Nefndin þakkar félagasamtökunum Bíóloftinu fyrir áminninguna og hvetur hlutaðeigendur til að hafa samráð við Bíóloftið varðandi aðstöðu fyrir bíósýningar.
|
|
|
|
| 7. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga |
Forstöðumanni Menningarmiðstöðvar var falið að vinna að breytingum á úthlutunarreglum styrkja sveitarfélagsins. Drög að breytingum lagðar fram til kynningar.
|
| Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að málinu. |
|
|
|
| 8. 202509069 - Skaftfellingur |
Lögð er fram tillaga að ritnefnd Skaftfellings 2026: Kristín Vala Þrastardóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Gunnar Ásgeirsson
|
Nefndin samþykkir skipun ritnefndar og hvetur íbúa og önnur áhugasöm til að senda inn erindi og/eða þátttöku í ritnefnd. Nefndin felur starfsmanni að kynna útgáfuna fyrir ungmennaráði og óska eftir þátttöku þeirra í verkefninu.
Áhugasöm eru hvött til að hafa samband við Kristínu, kristinvala@hornafjordur.is |
|
|
|
| 9. 202409071 - Menningarmiðstöð |
Forstöðumaður kynnir starf menningarmiðstöðvar.
|
| Nefndin þakkar fyrir kynninguna. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 |