Skipurit Velferðarsviðs

Skipurit-velferdarsvid

Sækja PDF útgáfu skipurita

Velferðarsvið

Starfsemi velferðarsviðs byggir á áherslum heilsueflandi samfélags og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sviðið skiptist annars vegar í fjölskyldu- og félagsþjónustu og hins vegar í stuðnings- og virkniþjónustu.

Sviðstjóri ber ábyrgð á að sveitarfélagið veiti þá ráðgjöf og aðstoð sem lítur að velferð íbúa í sveitarfélaginu, s.s. vegna málefna aldraðra, fatlaðs fólks, einstaklinga með skerta starfsgetu, fjárhagsaðstoðar, félagslegrar heimaþjónustu, húsnæðismála, málefna barna og unglinga, félagslegrar ráðgjafar, jafnréttismála, málefna fólks af erlendum uppruna, barnaverndar og fleira sem fellur undir velferðarþjónustu. Sviðsstjóri er starfsmaður velferðarnefndar. Öldungaráð og fjölmenningaráð heyra þar undir.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta

  • Barnavernd
  • Fjárhagsaðstoð
  • Félagsleg ráðgjöf
  • Húsnæðismál
  • Dagforeldrar

Stuðnings- og virkniþjónusta

  • Þjónustan heim
  • Virkni- og starfsendurhæfing