Spennandi starf í Þrykkjunni í vetur

Auglýst er eftir starfsfólki í tímavinnu í félagsmiðstöðina Þrykkjuna næsta vetur. 

Helstu verkefni

  • Vinna með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni 
  •  Sinna forvörnum og almennum félagsþroska barna og ungmenna.

Hæfnikröfur

Umsækjandi þarf að hafa áhugi á börnum og unglingum og velferð þeirra. Þolinmæði, stundvísi og gott lundarfar mikilvægt auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.

Vinnutími

Þriðjudaga og fimmtudaga frá frá 16:00-18:00 og 19:00-22:00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til  1. október 2025. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum berist til Erlends Rafnkells Svanssonar forstöðumanns Þrykkjunnar á netfangið; erlendur@hornafjordur.is

Áhugasöm af öllum kynjum hvött til að sækja um.

Athygli er vakin á því að við ráðningu er óskað eftir sakavottorði og að umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.