Auglýst er eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Þrykkjuna næsta vetur
Auglýst er eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Þrykkjuna í allt að 44% starf næsta vetur. Mögulega geta tveir aðilar skipt starfinu á milli sín.
Helstu verkefni
- Vinna með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni
- Sinna forvörnum og almennum félagsþroska barna og ungmenna.
Hæfnikröfur
Umsækjandi þarf að hafa áhugi á börnum og unglingum og velferð þeirra. Þolinmæði, stundvísi og gott lundarfar mikilvægt auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
Vinnutími
Alla virka daga frá 14:20 – 16:00 og mán, mið og föst frá 16:00-18:00 og 19:00-22:00.
Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2025. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum berist til Emils Moráveks tómstundarfulltrúa á netfangið; emilmoravek@hornafjordur.is
Áhugasöm af öllum kynjum hvött til að sækja um.
Athygli er vakin á því að við ráðningu er óskað eftir sakavottorði og að umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.