Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir starfsfólki
Auglýst er eftir deildarstjóra, leikskólakennurum eða fólki með sambærilega menntun auk almenns starfsfólks á leikskólann Sjónarhól.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu í viðkomandi starfi.
- Að stuðla að faglegu starfi á leikskólanum og góðri samvinnu starfsfólks.
- Eitt starfið sem laust er til umsóknar er starf deildarstjóra.
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Stundvísi, frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta - A2-B1 í evrópska tungumálarammanum (B2 hjá deildarstjórum)
Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 11. júlí næstkomandi.
Áhugasamir af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Umsóknum skal skila á netfangið mariannaj@hornafjordur.is. Með umsókn skal fylgja afrit af menntunargögnum ásamt ferilskrá og meðmælendum. Frekari upplýsingar veita Maríanna í síma 4708491 og Elínborg í síma 4708492.
Leikskólinn Sjónarhóll er glæsilegur 8 deilda leikskóli með metnaðarfullu starfsfólki sem er til í að fá áhugasaman liðsauka. Leikskólinn er heilsuleikskóli sem leggur áherslu á útiveru og að kenna börnum færni í gegnum leik.
Athygli er vakin á því að við ráðningu leikskólastarfsmanns er óskað eftir sakavottorði og að umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.