• Hornafjordur_atv_almennt_vefur_1752497465478

Starf skjala- og þjónustufulltrúa hjá velferðarsviði

 Um er að ræða 100% starf í móttöku velferðarsviðs.

Helstu verkefni

· Þjónusta í móttöku velferðarsviðs gagnvart þjónustunotendum og öðrum
  gestum

· Sinnir þjónustu við innri og ytri viðskiptavini, símsvörun, móttöku viðskiptavina,
  skilaboðum til starfsmanna, og upplýsingagjöf

· Sinnir móttöku og skráningu umsókna sem ekki eru í íbúagátt, móttöku pósts og
  dreifingu til viðkomandi starfsmanna, ásamt fleiri tilfallandi verkefnum.

· Umsjón með skjalamálum og framfylgd skjalavistunaráætlunar á velferðarsviði,
  skráning og skönnun erinda í skjalakerfi.

· Stoðþjónusta við stjórnendur, ráðgjafa og starfsmenn velferðarsviðs

· Annast innkaup á nauðsynjum fyrir sviðið í samráði við stjórnendur

· Sér um skráningu í akstursþjónustu fatlaðra og aldraðra.

· Undirbúningur funda, opnun og flokkun á pósti o.fl.

· Ber ábyrgð á utanumhaldi biðlista og umsýslu húsaleigusamninga vegna
  félagslegs leiguhúsnæðis og íbúðafélags Hornafjarðar.

· Sér um að rita fundi að beiðni sviðstjóra

Hæfnikröfur

· Stúdentspróf er krafa

· Reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum

· Reynsla og þekking í notkun upplýsingatæknikerfa

· Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum

· Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð

· Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði


FREKARI UPPLÝSINGAR
Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar er staðsett í Miðgarði þjónustumiðstöð og skiptist í fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu. Fjölskyldu- og félagsþjónusta sinnir félagslegri ráðgjöf, ráðgjöf við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, ráðgjöf við erlenda íbúa, fjölmenningu og Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Stuðnings- og virkniþjónusta sinnir virkniþjónustu, þjónustu við aldraða og þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir. Innan sviðsins starfar fjölbreyttur og öflugur hópur sem hefur það að markmiði að efla fólk til sjálfshjálpar.

Um er að ræða 100% starf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 2. Janúar 2026. Laun eru samkvæmt kjarasamning BSRB/ASÍ og Samband Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember 2025. Umsókn skal fylgja ferilskrá sem inniheldur upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Öll kyn hvött til að sækja um.

Óskir um frekari upplýsingar og umsóknir skal senda á netfangið skuliing@hornafjordur.is.