Stuðningsfjölskylda

Félagsþjónusta Hornafjarðar auglýsir eftir stuðningsfjölskyldu sem boðið getur barni inn á heimili sitt einn - fjóra sólarhringa í mánuði í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og styrkja stuðningsnet barnsins.

Félagsþjónusta Hornafjarðar auglýsir eftir stuðningsfjölskyldu sem boðið getur barni inn á heimili sitt einn - fjóra sólarhringa í mánuði í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu og styrkja stuðningsnet barnsins. Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla, færni og áhugi á starfi með börnum og unglingum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum sem og jákvætt viðhorf til barna og unglinga.
  • Umburðarlyndi og vilji til samstarfs við foreldra.
  • Hreint sakavottorð.
  • Aðeins 20 ára og eldri koma til greina.
Upplýsingar veitir Hildur Ýr ráðgjafarþroskaþjálfi á velferðarsviði í síma 470-8000 eða á netfang hilduryr@hornafjordur.is