Flokksstjóri í vinnuskólann
Sveitarfélagið auglýsir eftir flokkstjóra í Vinnuskólann sumarið 2026
Helstu verkefni og ábyrgð
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina þeim um verklag og vinnubrögð, efla starfsanda og vinnumenningu og gæta að jafnræði og líðan nemenda. Flokksstjóri er mikilvæg fyrirmynd í vinnu, heilbrigðum líffsstíl, stundvísi og tillitssemi.
Hæfniskröfur
Flokksstjóri þarf að hafa frumkvæði, vera skipuagður, lipur í samskiptum og hafa áhuga á og góða færni í að fræða og stýra hópi af ungu fólki. Góð íslenskukunnátta (B 1) nauðsynleg.
Starfstími er umsemjanlegur en æskilegt að hann sé a.m.k. í júní og júlí.
Umsóknarfrestur til 1. mars n.k. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar gefa Þórgunnur thorgunnur@hornafjordur.is og Emil emilmoravek@hornafjordur.is s. 470 8000
Umsóknum skal skilað inn á þessu eyðublaði á netfangið thorgunnur@hornafjordur.is með upplýsingum um menntun, réttindi starfsreynslu og meðmæli.

