Forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Þrykkjunni

Auglýst er eftir forstöðumanni fyrir Þrykkjuna félagsmiðstöð

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfir sumarið er starfið mjög fjölbreytt og verkefnin ólík. Á opnunartímum félagsmiðstöðvar ber forstöðumaður ábyrgð á daglegum rekstri félagsmiðstöðvarinnar og skipuleggur starf hlutastarfsmanna. Yfir sumarið breytist starfið og tekur líka yfir sumarfrístund hjá yngri börnum eftir hádegi, opnana í félagsmiðstöð fyrir miðstig á morgnanna og kvöldopnanir fyrir unglingastigið. Í júlí snýr starfið að vinnuskólanum og fjölbreyttum verkefnum þar.

Hæfniskröfur

Frumkvæði, drifkraftur, lausnamiðun og lipurð og sveigjanleika í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa góð íslenskukunnátta (B 1) nauðsynleg.

Starfstími er umsemjanlegur. Getur verið frá byrjun maí og fram í október en líka hluta af þessum tíma.

Umsóknarfrestur til 1. mars n.k. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar gefa Þórgunnur thorgunnur@hornafjordur.is og Emil emilmoravek@hornafjordur.is s. 470 8000

Umsóknum skal skilað inn á þessu eyðublaði á netfangið thorgunnur@hornafjordur.is með upplýsingum um menntun, réttindi starfsreynslu og meðmæli.