Verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
Tímabundið starf vegna fæðingarorlofs
Verkefnastjóri er aðstoðarmaður sviðsstjóra. Hann er yfirmaður vinnuskólans og félagsmiðstöðvarinnar og heldur utan um verkefni innan heilsueflandi samfélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfir sumarið hefur verkefnastjóri yfirumsjón með
starfsmannahaldi í vinnuskólanum og sér um frístundamál á vegum
sveitarfélagsins sem eru m.a. sumarfrístund en gætu einnig verið ýmislegt
annað. Sér um verkefni sem tengjast heilsueflandi samfélagi, ungmennaráði og
barnvænu sveitarfélagi. 
Hæfniskröfur
Þekking á æskulýðs, íþrótta- og frístundastarfi, þekking og hæfni í að stýra verkefnum, frumkvæði, skipuleg vinnubrögð og góð tölvukunnátta, drifkraftur, lausnamiðun og lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta (B 1) nauðsynleg.
Starfstími er umsemjanlegur en getur verið frá byrjun maí og út ágúst.
Umsóknarfrestur til 1. mars n.k. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar gefa Þórgunnur thorgunnur@hornafjordur.is s. 470 8000
Umsóknum skal skilað inn á þessu eyðublaði á netfangið thorgunnur@hornafjordur.is með upplýsingum um menntun, réttindi starfsreynslu og meðmæli.
