Yfirflokksstjóri vinnuskólans
Sveitarfélagið óskar eftir yfirflokkstjóra fyrir Vinnuskólann sumarið 2026
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirflokksstjóri skipuleggur starf vinnuskólans í samráði við yfirmann áhaldahúss og verkefnastjóra á fræðslu- og frístundasviði. Hann sér um skipulag og framkvæmd á daglegum störfum og útdeilir verkum til flokksstjóra og leiðbeinir þeim eftir þörfum. Heldur utan um mætingar í vinnuskólanum og vinnuskýrlsur. Yfirflokksstjóri er mikilvæg fyrirmynd og tekur virkan þátt í starfi vinnuskólans.
Hæfniskröfur
Frumkvæði og sjálfstæði, hæfni til að stýra ungu fólki og ná fram jákvæðri vinnumenningu, skipulögð og fagleg vinnubrögð,bílpróf, stundvísi og metnaður. Góð íslenskukunnátta (B 1) nauðsynleg.
Starfstími er umsemjanlegur. Getur verið frá miðjum maí og út ágúst.
Umsóknarfrestur til 1. mars n.k. Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar gefa Þórgunnur thorgunnur@hornafjordur.is og Emil emilmoravek@hornafjordur.is s. 470 8000
