Velferðarsvið auglýsir eftir yfirfélagsráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu
Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan félagsráðgjafa í 100% stöðu yfirfélagsráðgjafa hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu velferðarsviðs.
Velferðarsvið er staðsett í þjónustumiðstöðinni Miðgarði að Víkurbraut 24 sem hýsir fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins.
Hæfniskröfur
• Starfsréttindi sem félagsráðgjafi frá landlækni er skilyrði
• Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
• Reynsla af vinnu í félagsþjónustu eða barnavernd er kostur
• Reynsla af verkefnastýringu er kostur
• Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta
• Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
Ábyrgðar – og starfssvið
• Ábyrgð á úrræðum í félagsþjónustu og barnaverndarþjónustu
• Stýrir afgreiðslu- og meðferðarfundum barnaverndarþjónustu BFSH f.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar
• Úthlutar verkefnum til ráðgjafa BFSH í samstarfi við sviðsstjóra
• Ábyrgð á greiðslum fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings
• Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga
• Málstjórn í félagsþjónustu og barnavernd
• Málstjórn í stuðningsteymum farsældar
• Tengiliður farsældar hjá félagsþjónustu
Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar er staðsett í Miðgarði þjónustumiðstöð. Fjölskyldu- og félagsþjónusta sinnir félagslegri ráðgjöf, ráðgjöf við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, ráðgjöf við erlenda íbúa, fjölmenningu og Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Innan sviðsins starfar fjölbreyttur og öflugur hópur sem hefur það að markmiði að efla fólk til sjálfshjálpar.
Um er að ræða 100% starf . Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í 1 febrúar 2026. Laun eru samkvæmt kjarasamning viðeigandi stéttarfélags og Samband Íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2025. Umsókn skal fylgja ferilskrá sem inniheldur upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öll kyn hvött til að sækja um.
Óskir um frekari upplýsingar og umsóknir skal senda á netfangið: skuliing@hornafjordur.is.

