Velferðarsvið auglýsir tímabundna stöðu við Búsetudeild

Stuðnings- og virkniþjónusta óskar eftir einstaklingi í 100% stöðu í
Búsetudeild, tímabundið frá 1.apríl – 1. október

Stuðnings- og virkniþjónusta óskar eftir einstaklingi í 100% stöðu í Búsetudeild, tímabundið frá 1.apríl – 1. október með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Starfið felur m.a. í sér aðstoð á heimilum einstaklinga við athafnir daglegs lífs með því markmiði að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar ásamt því að veita félagslegan stuðning.
Starfið er unnið í vaktavinnu og þarf viðkomandi starfsmaður að ganga dag-, kvöld-, og bakvaktir.

Hæfniskröfur:

  • Stundvísi, samviskusemi, sveigjanleiki, jákvæðni og frumkvæði í starfi.
  • Hreint sakavottorð
  • Bílpróf
Umsóknir skulu sendar á netfangið sigridurhelga@hornafjordur.is eða á
bessy@hornafjordur.is .
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Helga Axelsdóttir forstöðumaður
stuðnings- og virkniþjónustu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í starfið óháð kyni.