Verkefnastjóri mannvirkjasviðs

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra mannvirkjasviðs.

Leitað er að öflugum aðila sem verður hluti af kröftugu teymi starfsmanna á mannvirkjasviði. Verkefnastjóri mun taka þátt í fjölbreytum verkefnum á sviðinu, en undir mannvirkjasvið heyra meðal annars verkefni byggingafulltrúa, nýframkvæmdir, viðhald og umsjón fasteigna, Áhaldahús, slökkvilið, Hornafjarðarhöfn og Hornafjarðaveitur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Úttektir og eftirlit með byggingarframkvæmdum
  • Yfirferð hönnunargagna og annarra umsóknargagna
  • Úrvinnsla umsókna um byggingarleyfi og byggingarheimild
  • Þátttaka í undirbúningi verklegra framkvæmda
  • Þátttaka í mótun viðhaldsáætlunar mannvirkja sveitarfélagsins
  • Skráning fasteigna og landeigna, skráning í Mannvirkjaskrá
  • Samskipti við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði byggingar-, verk- eða tæknifræði, iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
  • Reynsla á sviði byggingarmála er æskileg
  • Þekking á teikniforritinu Autocad er æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og samviskusemi
  • Nákvæmni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi málaflokksins er kostur
  • Reynsla af vinnu í One, málakerfi sveitarfélaga, er kostur
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um störfin veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.

Um er að ræða 100% störf og er starfsstöð í Ráðhúsinu á Höfn í Hornafirði. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um störfin, óháð kyni.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.

Sótt er um á umsóknarsíðu Hagvangs.