• Farsaeld_fjolsk-heima
    Farsæld barna

Farsæld barna

Children's well-being Dobre samopoczucie dzieci


Farsældarlöggjöf

Á Íslandi eru í gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeim felst að öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Barna og fjölskyldustofa BOFS aðstoðar sveitarfélög við innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum. Gott er að hafa í huga að sú þjónusta sem barnið fær er stigskipt en ekki mál barnsins sem slíkt.

Hér er stutt kynning á farsæld, kynning á hugtökum ásamt upplýsingum um tengiliði í sveitarfélaginu. Tengiliðir veita þjónusut á fyrsta stigi en þeir gefa hver á sínum stað allar upplýsingar um úrræði sem eru í boði á þeirra vegum. Þegar þjónusta er komin á annað eða þriðja stig er það málstjóri sem hefur yfirumsjón með málefnum barns en málstjórar starfa á velferðasviði sveitarfélagsins.

Upplýsingar um tengiliði og málstjóra í sveitarfélaginu Hornafirði

  • Leikskólinn Sjónarhóll s. 4708497- Aðalheiður Fanney Björnsdóttir yfirmaður stoðþjónustu og tengiliður.
  • Samrekinn leik- og grunnskóli Hofgarði s. 4781672-  Áróra Gústafsdóttir skólastjóri og tengiliður í Hofgarði.
  • Grunnskóli Hornafjarðar s. 4708400 Rósa Á Valdimarsdóttir aðstoðarskólastjóri GH á yngra stigi og tengiliður. Steinunn Hödd Harðardóttir aðstoðarskólastjóri á eldra stigi GH og tengiliður. Auk þeirra geta náms- og starfsráðgjafi, málsvari og skólafélagsráðgjafi verið tengiliðir eftir eðli mála.
  • Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu s. 4708070- Fríður Hilda Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi og tengiliður.  
  • Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar s. 4708000  - Svanfríður Arnardóttir  ráðgjafi og tengiliður á velferðarsviði sveitarfélagsins.
  • Heilsugæslan/ HSU á Höfn í Hornafirði s. 4322900 Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur og tengiliður á HSU Höfn.

Eyðublöð um miðlun upplýsinga og beiðni um samþættingu þjónustu. Einkum hugsað fyrir utanaðkomandi aðila sem eru að aðstoða foreldra eða börn því innan skólanna er fyrst og fremst notast við rafræn gögn. 

Handbók um farsæld barna

Mælaborð um farsæld barna

Í mælaborðinu eru tekin saman tölfræðigögn er varpa ljósi á farsæld barna á Íslandi með heildstæðum hætti

Netöryggi barna

Margir foreldrar upplifa að börnin þeirra séu í hvað mestri hættu á netinu. Ýmsar leiðir eru til að verja þau fyrir þeim hættum. Hægt er að nálgast fræðslu um það á vegum SAFT en þar bætist stöðugt inn nýtt efni.