Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu
Skólastjóri Jóhann Morávek

Alltaf er hægt að sækja um í tónlistarnám. Haft verður samband ef losnar pláss.
Nánari upplýsingar eru hér inn á heimasíðunni
Einnig má senda fyrirspurnir á joimor@hornafjordur.is
Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns settur í fyrsta sinn, 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan. Árið 1981 var samþykkt að breyta nafni skólans í Tónskóla A-Skaft.
Skólinn hefur sjö kennslustofur til umráða, einn ráðstefnusal með 50 sætum og tónleikasal. Auk þess er skrifstofa skólastjóra, kaffistofa, nótna og ljósritunarstofa auk geymslurýmis. Hægt er að leigja Sindrabæ skv. gjaldskrá um útleigu á húsnæðis og munum í eigu sveitarfélagssins .
