Sindrabær - Tónlistarhús
Langt er komið með að gera upp húsnæði Tónskóla A-Skaft í Sindrabæ. Stofur á efri hæð eru endurbyggðar og salurinn verður sértækur tónleikasalur með fullkomnum búnaði. Allt er ennþá samkvæmt áætlun og reiknum við með að hefja kennslu þar aftur núna í haust.