Aðalskipulagsbreyting við Háhól

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins á fundi sínum þann 13. desember.

Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að staðsetja tvö ný verslunar- og þjónustusvæði í landi Háhóls/Hjarðarnes og Dilksness þar sem heimiluð verður gistiþjónusta fyrir allt 85 gesti samtals. Þá verður heimiluð veitingaþjónusta og verslun/sala s.s. í tengslum við ylrækt. Breytingin tekur yfir tvö svæði, samtals allt að 5 ha. svæði sem skilgreind eru sem landbúnaðarsvæði í gildandi skipulagi en verður skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði eftir breytingu. Lýsing vegna aðalskipulagsbreytinga við Háhól.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2019 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is