Auglýsing um nýjar deiliskipulagstillögur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. september 2016 að auglýsa nýjar deiliskipulagstillögum fyrir Tjaldsvæði og íbúðasvæði á Höfn, Vagnstaði og Hólabrekku. Smellið á yfirskrift til að sjá meira.

Tjaldsvæði og íbúðarsvæði á Höfn

Deiliskipulagstillaga   uppdráttur

Markmið deiliskipulagsins er að bæta öryggi vegfarenda og íbúa með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum, bæta aðstöðu og aðbúnað fyrir ört vaxandi ferðamannastraum á Höfn, skapa möguleika á þróun og vexti núverandi þjónustustarfsemi á tjaldsvæðinu, setja skilmála fyrir allar byggingar, m.a. núverandi íbúðarbyggð við Fiskhól og bæta almennt aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Vagnstaðir

Deiliskipulagstillaga

Markmið við gerð deiliskipulagsins er að efla byggð á svæðinu og styrkja atvinnulíf og samhliða að auka afþreyingu í sveitarfélaginu.

Hólabrekka

Deiliskipulagstillaga

Markmið við gerð deiliskipulagsins er að efla byggð á svæðinu og styrkja atvinnulíf og samhliða að auka afþreyingu í sveitarfélaginu. Þá á að breyta íbúðarhúsi/sambýli í gistihús og byggja allt að 5 gestahús fyrir ferðaþjónustu.

Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerð verða til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 22.september til 3. nóvember 2016.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. nóvember 2016 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri