Auglýsing um nýtt deiliskipulag að Þorgeirsstöðum Lóni

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 nýtt deiliskipulag vegna uppbyggingu á ferðaþjónustustarfsemi og tveggja smávirkjana í landi Þorgeirsstaða í Lóni.

Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar er skipulagssvæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ35), afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF25) og landbúnaðarsvæði. Þá er heimilt að byggja smávirkjun með uppsettu rafafli allt að 200 kW.

Deiliskipulagstillagan var í kynningu frá 14. maí til og með 26. júní 2020. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Ferðamálastofu, Minjastofnun og Vegagerðinni.

Í ljósi umsagna og athugasemda sem bárust við skipulagið voru eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni frá auglýsingu:

  • Bætt er inn texta um að við gerð nýrra vegtenginga við Suðurlandsveg nr. 1 skuli hafa samráð við Vegagerðina til að tryggja lágmarkssjónlengdir.
  • Gerð er betur grein fyrir þeim markmiðum í áfangastaðaáætlun sem eiga við um skipulagssvæðið.
  • Gerð er grein fyrir hvers konar gisting er heimil skv. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
  • Bætt er inn ákvæði um að við framkvæmdir skuli leitast við að haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi Þorgeirsstaðaár.
  • Bent er á að virkjanir flokkist sem vatnsformfræðileg breyting á vatnshloti og geta slíkar breytingar valdið álagi á lífríki. Ekki er tekið undir þessa ábendingu þar sem virkjun er nú þegar til staðar í Þorgeirsstaðaá og ekki er fiskur í ánni. Þá verður frárennsli frá virkjunum veitt aftur í farveg árinnar.
  • Fornleifar voru skráðar og eru útlínur minja sýndar á uppdrætti og gerð grein fyrir þeim í kafla 2.1.4.
  • Veðurstofan framkvæmdi hættumat vegna ofanflóðahættu fyrir bæjarstæðið á Þorgeirsstöðum. Gerð er grein fyrir því í kafla 2.3 og hættumatslína A sýnd á uppdrætti. Vesturhorn byggingareits B1 er breytt lítillega svo reiturinn sé neðan hættumatslínu A.
Greinargerð     uppdráttur

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta óskað eftir upplýsingum hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri