Auglýsing um skipulagsmál

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi austan Vesturbrautar - S3 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi HSSA.

Deiliskipulag austan Vesturbrautar – S3

Markmið skipulagsins er að gera ráð fyrir stækkun núverandi leikskóla við Lönguhóla og að núverandi leikskólahúsnæði Krakkakots við Víkurbraut 24 verði nýtt undir aðra samfélagsþjónustu með möguleika á stækkun hússins. Þá er gert ráð fyrir nýju raðhúsi fyrir aldraða við Víkurbraut 34.  Ennfremur er gert ráð fyrir bættu umferðarflæði um svæðið.

Breyting á deiliskipulagi HSSA

Markmið með gerð deiliskipulagsbreytingar er að þétta byggð og bjóða upp á fleiri byggingalóðir. 

Deiliskipulagsbreytingin felst í að ráð sé gert fyrir fimm nýjum íbúðarlóðum við norðurenda Júllatúns. Gatan Júllatún verður lengd til norðurs og gerð einstefnugata af henni á Víkurbraut, sunnan við Júllatún 8. Skipulagsmörk eru færð lítillega til suðurs. Gert er ráð fyrir gangstétt með nýjum götum og tengingu af þeim á stígakerfi norðan íbúðarsvæðisins.

Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 8. desember 2016 til 23. janúar 2017.

Deiliskipulagstillaga HSSA /Júllatún

Deiliskipulagstillaga austan vesturbrautar /leikskóli

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2017 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri