Auglýsing um skipulagsmál Dilksnes

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að aðalskipulagsbreytingu fyrir Háhól / Dilksnes og að nýju deiliskipulagi fyrir fyrrgreint svæði.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkt tillögurnar á fundi sínum þann 16. janúar 2020. Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum þann 8. janúar 2020.

Tillögurnar voru kynntar í samræmi við 30., 31. gr. og 40., 41. sr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29. ágúst til 14. október 2019.

Deiliskipulag greingargerð - uppdráttur . Aðalskipulagsbreyting.

Eftir athugasemdarfrest voru breytingar gerðar VÞ47 þjónustusvæði og fellt út úr tillögunum í samræmi við umsagnir.

Ofangreindar breytingar hafa ekki áhrif á megin markmið eða forsendur tillaganna.

Bréf hefur verið sent til þeirra sem gerðu athugasemdir og þeim kynnt afgreiðsla bæjarstjórnar og svör athugasemda.

Aðal- og deiliskipulagstillögurnar verða sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska upplýsinga geta snúið sér til bæjarstjóra sveitarfélagsins.

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.