Breyting á aðalskipulagi – Hnappavellir I

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. desember 2020 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að hluta af jörðinni Hnappavöllum I verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu verði starfrækt ferðaþjónusta með allt að 20 gistirýmum auk minniháttar tjaldgistingar. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði í byggingum sem þegar eru á svæðinu.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum.

Skipulagslýsing

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. janúar 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri