Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag – Borgarhöfn 2-3

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 10. desember 2020 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga.

Breytingin felur í sér að afmarkað verður svæði fyrir frístundabyggð og afþreyingar- og ferðamannasvæði í landi Neðribæjar, Borgarhöfn í Suðursveit. Á svæðinu verður reist þjónustuhús með þjónusturými, snyrtingum, veitingasal og starfsmannaaðstöðu. Á svæði fyrir frístundabyggð er gert fyrir fjórum frístundahúsum.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum.

Skipulagslýsing

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. janúar 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

Umhverfis- og skipulagsstjóri