Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag – Leirusvæði II

Bæjarstjórn samþykkti þann 11. febrúar 2021 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerð deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga.

Breytingin er unnin til þess að sveitarfélagið geti boðið upp á fjölbreyttar íbúðalóðir í þéttbýlinu á Höfn. Um er að ræða nýja íbúðabyggð á Leirusvæði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Höfn og nauðsynlegt er að skipuleggja nýtt íbúðarsvæði til að anna eftirspurn. 

Helstu markmið deiliskipulagsins eru: 

Að afmarka lóðir fyrir séreigna- eða leiguhúsnæði t.d. raðhús, parhús og einbýli. Að húsnæði verði í mismunandi stærðum sem hentar ólíkum fjölskyldum og í lágreistri byggð. Að tryggja umferðaröryggi, aðkomu, umferð og bílastæðafyrirkomulag og vistvænar samgöngur og að gönguleiðir barna að skóla- og íþróttasvæði séu öruggar og þægilegar. Að á svæðinu sé leiksvæði og að uppbyggingin eigi sér stað í tveimur áföngum.

Skipulagslýsing

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi skv. skipulagslögum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri