Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku á Suðurfjörum

Bæjarstjórn samþykkti þann 11. mars 2021 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að heimila efnistöku fyrir allt að 2.000 m³ í Suðurfjörum skammt vestan Hornafjarðar í landi Borgar.

Helstu markmið breytingarinnar er að skilgreina heimild til efnistöku fyrir allt að 2.000 m³ á svæði/svæðum sem samanlagt verða undir 25.000 m². Efnið verður harpað á staðnum og flutt út til frekari rannsókna. Ef rannsóknir á efninu koma vel út og fyrirhugað verður að fara í vinnslu efnis verður gerð önnur breyting á aðalskipulagi og metið hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Lýsing  

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögnum vegna lýsingu á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi skv. skipulagslögum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. maí 2021 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Brynja Dögg Ingólfsdóttir

umhverfis- og skipulagsstjóri