Deiliskipulag Hótel Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2018 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Hótel Höfn.

 Deiliskipulagið nær yfir lóðina að Víkurbraut 20 en lóðin er 6.014 m² að stærð. Heimilt verður að hækka núverandi byggingu um eina hæð og byggja fjögurra hæða herbergjaálmu norðvestan við hana. Einnig verður heimilit að stækka núverandi veitingasal til vesturs. Bílastæði verða bæði vestan og sunnan við hótelið. Hefðbundin bílastæði í flokki A verða 48 og að auki verða 3 bílastæði fyrir fatlaða. Á lóð er einnig gert ráð fyrir stæðum fyrir tvo stóra hópferðabíla, en þeim verður lagt annars staðar, þegar farþegar eru farnir frá borði.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn frá 14. mars til 7. maí 2018.

Deiliskipulagstillaga.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögu Hótel Höfn skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. maí 2018 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri