Seljavellir 2 - Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi vegna verslunar- og þjónustusvæðis

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. desember 2022 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í landi Seljavalla 2 í Nesjahverfi og samhliða að auglýsa nýtt deiliskipulag á svæðinu í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. sömu laga.

Skipulagssvæðið afmarkast af Ártúnsvegi í suðaustri, Suðurlandsvegi í suðvestri, heimreið að Dýhól í norðvestri og ræktunarlandi í norðaustri. Helstu markmið tillögunnar eru að styðja við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Seljavöllum 2 og eru í skipulagsáætlununum lagðir fram skilmálar fyrir verslunar- og þjónustusvæði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel og 20 stakstæð hús til útleigu auk þjónustuhúsa.

Tillagan verður til sýnis frá 19. janúar til 2. mars 2023 í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og er hún einnig aðgengileg hér að neðan:

  Tillaga að breytingu aðalskipulags.

Tillaga að deiliskipulagi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar á auglýsingatíma.

Eingöngu er tekið við athugasemdum á rafrænan hátt gegnum tengilinn hér fyrir neðan. Tengillinn vísar á íbúagátt og þarf að skrá sig inn með íslykli.

Senda inn athugasemd vegna aðalskipulagsbreytingar.

Senda inn athugasemd vegna deiliskipulags.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar