Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að skilgreina svæði til iðkunar skotíþrótta, skilgreina svæði til moto-cross iðkunar og enduropna efnistökusvæði í Fjárhúsvík. Samhliða aðalskipulagsbreytingu er unnið að nýjum deiliskipulögum fyrir skotæfingasvæði og moto-cross braut.

Breytingartillaga verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með fimmtudeginum 19. október nk. til föstudagsins 1. desember 2017 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b 105 Reykjavík.

Breytingartillaga

Umhverfisskýrsla

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögu til föstudagasins 1. desember 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri