Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 23

Haldinn í ráðhúsi,
05.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Þórhallsdóttir 3. varamaður,
Sæmundur Helgason aðalmaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Íris Mist Björnsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202105011 - Umsögn - frumvarp til breytingar á lögum um hringrásarhagkerfi. 708. mál
Áður hefur verið gefin umsögn um málið þegar það var í undirbúningi hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Starfsmanni falið að ganga frá umsögn og skila inn til ráðuneytis.
2. 202104051 - Ósk um stækkun á Hoffellskirkjugarði
Óskað er eftir stækkun á kirkjugarðinum við Hoffellskirkju.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun kirkjugarðsins. Starfsmanni falið að undirbúa stækkun í samráði við Biskupsstofu, sóknarnefnd Bjarnarnesprestakalls og landeigendur. Ákvörðun um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vísað til bæjarráðs.
Vidmidunarreglur-Kirkjugardarads-og-Sambandsins.pdf
hoffell.pdf
3. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Við endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulags var ákveðið að gefa þeim aðilum sem rekið hafa gistiheimili í íbúðarbyggð svokallað sólarlagsákvæði til 1. maí 2023 til að koma húsnæði sínu í aðra notkun. Veittar hafa verið umsagnir um rekstrarleyfi í samræmi við það og Sýslumaður veitti eitt slíkt tímabundið leyfi. Nú hefur komið í ljós að ekki er heimilt að veita tímabundin rekstrarleyfi skv. 11. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Þegar útgefið leyfi hefur því verið afturkallað og óskað eftir endurnýjuðum umsögnum Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Málinu er frestað.
4. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á afmörkun miðsvæðis á Höfn. vegna fyrirhugaðrar breyttrar starfsemi í gamla sláturhúsinu á Heppuvegi 6 er miðsvæði stækkað til að ná yfir þá starfsemi. Til samræmis og til að endurspegla raunverulega notkun er miðsvæði einni teygt yfir gömlu kartöflugeymslurnar. Breyting og notkun á húsunum samræmist deiliskipulagi Hafnarvík Heppa.

Málinu er frestað.
5. 202006057 - Deiliskipulag: Ósk um óverulega breytingu vegna gestahúss í Stafafellsfjöllum
Ásgrímur vék af fundi undir þessum lið.
Við byggingu gestahúss í Stafafellsfjöllum þurfti að færa til bygginguna vegna jarðvegsaðstæðna og er húsið því um 6 m frá lóðamörkum. Skv. grein 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skulu ný hús ekki vera nær lóðamörkum en 10 m. Óskað er heimildar til að stækka lóðina skv. samningi við landeigendur um 4 metra án breytingar á deiliskipulagi til þess að uppfylla skipulagsreglugerð.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að breyta lóðamörkum án breytingar á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga enda um óverulegt frávik að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
6. 202012081 - Breyting á deiliskipulagi, útbæ Höfn
Framhald umfjöllunar um tillögur að hótelbyggingu í Útbæ. Lögð hefur verið fram tillaga að byggingu á stóru hóteli í Útbæ á Höfn. Lagðar eru framt tillögur að fyrirkomulagi bygginga á reitnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd lýst vel á framlagðar tillögur og felur starfsmanni að vinna áfram að útfærslu hennar í samráði við umsækjanda og umræður á fundinum. Vegna úthlutunar lóða er málinu vísað til bæjarráðs.
7. 201909089 - Deiliskipulag Þétting byggðar Innbæ
Deiliskipulaginu er ætlað að koma á móts við eftirspurn og stuðla að vexti þéttbýlis með auknu lóðarframboði. Þétting byggðar tekur til nýrra lóða, auk aðliggjandi byggðra lóða við Silfurbraut og Hvannabraut. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir íbúðarlóðum fyrir einbýlishús og raðhús.
Við frágang Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Innbæjar, þéttingu byggðar, kom í ljós að auglýsing birtist í B-deild þann 11. febrúar sl. en athugasemdafresti lauk þann 3. febrúar 2020. Samkvæmt. 42. gr. skipulagslaga þarf því að endurtaka málsmeðferð skipulagsins í samræmi við 41. gr. laganna.
Skipulagið var endurauglýst frá 18. mars til föstudagsins 30. apríl 2021. Tvær athugasemdir bárust frá íbúum.


Meirihluti umhverfis- og skipulagsnefndar leggur fram tillögu að svörum við athugasemdum. Tillagan er samþykkt skv. 42. gr. skipulagslaga. Starfsmanni er falið að uppfæra gögn í samræmi við svör nefndarinnar, gera samantekt um málsmeðferð og svara umsögnum. Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sæmundur gerir eftirfarandi athugasemd við svör á minnisblaði sem liggur fyrir fundinum, og er titlað "Viðbrögð og svör bæjarstjórnar við umsögnum og athugasemdum." Þar er ítrekað skrifað "bæjarstjórn" og "sveitarstjórn". Það ætti að liggja ljóst fyrir að hér verður að breyta og skrifa orðið "meirihluti" alls staðar framan við. Því eins og áður hefur komið fram þá er ég ekki samþykkur deiliskipulaginu eins og það er lagt fram og ítreka það sem ég hef bókað áður að þetta mál er greinilega unnið í ósátt við helstu hagsmunaraðila líkt og athugasemdirnar bera vitni um. Þriðja framboðið hefur lagt fram bókanir um hvernig hægt er að vinna lausnarmiðað að því að fjölga íbúðarlóðum fljótt og vel, í meiri sátt og með íbúum sveitarfélagsins, en ekki á móti þeim, eins og hér er gert.

Björgvin situr hjá og skorar á meirihluta bæjarstjórnar að leggja málið fyrir íbúa í kosningu.
Athugasemdir AJ_EIR_GIS_ÓA_SJ.pdf
Umsögn - Kolbrún Garðarsdóttir.pdf
8. 202104021 - Breyting á deiliskipulagi Hornafjarðarhöfn við Ósland
Hafnarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum þann 28.4. sl. Í bókun Hafnarstjórnar kemur fram að óskað er vinnufundar vegna málsins fyrir sumarfrí.

Starfsmanni falið að hefja vinnu við breytinguna og boða til vinnufundar Hafnarstjórnar.
9. 202008069 - Deiliskipulag íbúðarsvæði Hrollaugsstöðum
Umræður um drög að skipulagi þar sem gert er ráð fyrir 21 - 30 íbúðir með hæfilega stórum lóðum, blanda af parhúsum og 2 raðhúsalengjum.

Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
10. 202104065 - Breyting á deiliskipulagi Skemma í Skaftafelli
Óveruleg breyting á deiliskipulagi var samþykkt í bæjarstjórn þann 8.10.2020. Í hönnunarferli hefur afstaða skemmunar breyst lítillega og er því óskað eftir samþykkt á óverulegri breytingu á byggingarreit skemmunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi í Skaftafelli með óverulegri breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að tillagan feli í sér óverulegar breytingar á notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Nefndin telur breytingin hafi í engu áhrif á hagsmuni í grennd og því ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1486-002-U01 Skaftafell - þjónustusvæði.pdf
11. 201908014 - Deiliskipulag Miðsvæði Hafnar
Í vinnslu er deiliskipulag miðsvæðis Hafnar. Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Málinu er frestað.
12. 201709436 - Hafnarbraut 4 og 6: Fyrirspurn um skipulag
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Hafnarvík Heppa var samþykkt í bæjarstjórn þann 7.4.2017 í kjölfar grenndarkynningar. Ein athugasemd barst og var brugðist við henni. Láðst hefur að auglýsa breytinguna í B-deild.

Málinu er frestað.
Drög að uppdrætti Hafnarvík Heppa - 11.04.2017.pdf
13. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í Sveitarfélaginu Hornafirði
Reglurnar hafa fengið umsögn hjá Hafnarstjórn sem gerir ekki athugasemd. Málið hefur ekki fengið umfjöllun hjá atvinnu- og menningarmálanefnd.

Málinu frestað.
14. 202104109 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Hólabraut 1A og 1B, staðsetning bílastæðis
Óskað er heimildar til að bæta við bílastæðum á lóð Hólabrautar 1A. Umsögn eiganda að Hólabraut 1B liggur fyrir. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að bætt verði við bílastæðum á lóðinni án þess að unnið sé deiliskipulag af svæðinu enda er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Hólabraut 1A - bílastæði.pdf
15. 202104049 - Byggingarleyfisumsókn - Krosseyjarvegur 6, olíugeymir
Olíudreifing ehf. sækir um leyfi fyrir úrgangsolíugeymi á lóð Krosseyjarvegur 6. Fyrirhugað er að koma fyrir 60m³ tvöföldum stálgeymi við hlið áfylliplans stöðvarinnar og lagnir tengdar frá geymi inn á planið. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Starfsmanni falið að auglýsa grenndarkynningu og leita umsagnar frá HAUST.
16. 202104031 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Langatorfa í Svínafelli, breyting á notkun á fjárhúsi
Regína Hreinsdóttir sendir fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á Löngutorfu. Fyrirhuguð er að breyta notkun á fjárhúsi og koma upp veitingaaðstöðu með bar fyrir uþb 30 manns. Í húsinu yrði fullbúið eldhús fyrir veitingasöluna, lager og geymslupláss, aðstaða fyrir starfsfólk, afmarkað rými fyrir bjórgerð og vinnsluaðstaða til að vinna afurðir úr ærkjöti. Einnig er gert ráð fyrir um 40 fm íbúð sem gæti nýst fyrir starfsmenn. Fyrirhuguð er einnig að breyta hlöðuna í íbúðarhúsnæði.
Lóðin er á VÞ32 svæði en um það kemur fram í aðalskipulagi "Ferðaþjónusta, gisting, greiðasala. Uppbygging vegna hennar skal heimil, skv. deiliskipulagi. Allt að 80 gistirými. Frístundahús, 2 hús. Svæðisafmörkun ~ 3ha"


Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að notkun verði breytt án gerðar deiliskipulags með því skilyrði að gert sé grein fyrir bílastæðum aðkomu og frágangi utanhúss á aðaluppdráttum. Starfsmanni falið að undirbúa grenndarkynningu vegna málsins.
afstodumynd.pdf
Svinafell_breytingar15_4_2012-1.pdf
17. 202102007 - Hraðhleðslustöð á Höfn
Hafnarstjórn fjallaði um málið á síðasta fundi og bókaði eftirfarandi: "Hafnarstjórn leggst gegn núverandi tillögu þar sem gengið er á bílastæði sjómanna nema fundinn verði önnur jafngóð staðsetning fyrir bílastæði sjómanna."

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni í samráði við Hafnarstjóra að merkja bílastæði fyrir sjómenn í samræmi við umræður á fundinum.
19. 202105012 - Lóð fyrir matvöruverslun
Staðarfjall ehf. vill sækja um lóð undir verslunarhúsnæði austan þjóðvegarins gegnt gömlu Mjólkurstöðinni. Staðarfjall ehf. hefur hug á að reisa húsnæði undir stóra matvöruverslun og aðrar minni verslanir. Matvöruverslunin yrði hluti af keðju matvöruverslana sem má finna víða um land.
Staðsetningin er ákjósanleg þar sem hún er í útjaðri íbúðabyggðar en við stofnbraut til Hafnar. Hentar hún því vel fyrir íbúa Hafnar og ferðamenn á leið inn í bæinn.
Lóðin gæti verið á bilinu 6000-10000 fermetrar en húsnæðið á bilinu 1500-2500 fermetrar. Allt húsnæðið yrði á einni hæð.
Óskað er eftir afstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar til uppbyggingar verslunar á þessu svæði.


Umhverfis- og skipulagsnefnd er jákvæð fyrir uppbyggingu matvöruverslunar og verslunarsvæðis gegnt gömlu Mjólkurstöðinni. Starfsmanni falið að ræða við umsækjanda.
20. 201806055 - Hönnun: Fráveita, götur og gangstéttir Hafnarbraut
Farið yfir upplýsingar um stöðu málsins útboð og kynningu.

Málinu er frestað.
21. 202105010 - Samráð og upplýsingagjöf til almennings
Almenn umræða í nefndinni um samráð og upplýsingagjöf til íbúa.

Umræða um aðgengi almennings að upplýsingum um bæjarmál og hvernig hægt væri að bæta leitarmöguleika á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta