Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð - 13

Haldinn Miðgarður,
16.11.2023 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Eiríkur Sigurðsson aðalmaður,
Páll Guðmundsson aðalmaður,
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir fulltrúi heilsugæslu,
Skúli Ingibergur Þórarinsson félagsmálastjóri.
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202311095 - Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun
Sigríður Helga Axelsdóttir og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir kemur og gerir grein fyrir þjónustunni og segir frá vettvangsferð á Selfoss, Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ.

Sigríður Helga forstöðumaður stuðnings- og virkniþjónustu og Kolbrún Rós verkefnastjóri heimahjúkrunar gerði grein fyrir starfseminni og ferð sinni á Selfoss, Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ þar sem þær skoðuðu framkvæmd heimahjúkrunar og heimaþjónustu á þessum stöðum.

ljóst er að hér eru tækifæri í því að bæta þjónustuna t.d. með tækni eins og lyfjaskömmturum á heimili notenda, skjá heimsóknum og samræmdu matstæki eins og Rai mati.

Heimsóknin staðfesti einnig að hér er unnin mjög góð vinna og að samþætt þjónusta er að skila sér í bættri þjónustu til notenda.

Öldungaráð þakkar þeim fyrir góða og fræðandi framsögu.
2. 201907018 - Endurnýjun Jafnréttisáætlunnar
Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar en hún var samþykkt í bæjarstjórn 12.10.2023.

Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar.
3. 202308039 - Gjaldskrár fræðslu- og frístundasviðs 2023
Breytingar á gjaldskrá Sundlaugar Hafnar árið 2024 lagðar fram til kynningar

Gjaldskrá Sundlaugar Hafnar fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar. Frá og með áramótun verður tekinn upp sérstakur heilsueflingarstyrkur til sundiðkunnar fyrir eldri borgara 67 ára og eldri með lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði. Styrkurinn jafngildir árskorti í sund.
4. 202311012 - Gjaldskrár 2024
Breytingar á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar

Gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta