Persónuvernd

Samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi þann 15. júlí 2018, er sveitarfélaginu skylt að tilnefna persónuverndarfulltrúa.

Sveitarfélagið hefur tilnefnt Karl Hrannar Sigurðsson lögmann, sem persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins samkvæmt 35. gr. persónuverndarlaga. Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að fylgjast með því að sveitarfélagið fari að persónuverndarlögum.  

Einstaklingar sem óska upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélaginu sem og leiðbeiningar um hvernig þeir geta neytt réttar síns samkvæmt ákvæðum laganna, geta beint erindum sínum til Karls Hrannars í gegn um netfangið karl@hornafjordur.is  eða fengið upplýsingar í síma 470 8000.