Félagsleg heimaþjónusta

Sveitarfélaginu er skylt að sjá um félagslega heimaþjónustu til handa þeim sem búa í heimahúsum en geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

 Með slíkri þjónustu er stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum.

Félagsleg heimaþjónusta getur verið hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegur stuðningur.

Reglur um heimaþjónustu.

Gjaldskrá um heimaþjónustu.

Sækja skal um félagslega heimaþjónustu í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í afgreiðslu ráðhússins, nánari upplýsingar veitir Jörgína E. Jónsdóttir, deildarstjóri Heimaþjónustudeildar í síma 470-8019 eða með tölvupósti

jorgina@hornafjordur.is.