Hringvegur um Hornafjörð

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis og álit Skipulagsstofnunar

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 1. desember s.l. að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna Hringvegar um Hornafjörð samkvæmt leið 3b. Um er að ræða 18 km langan veg, gatnamót, ásamt 4 brúm og 7 efnistökusvæðum. Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum vegarins, álits Skipulagsstofnunar, Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030, umsóknar Vegagerðarinnar og umsagna Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar sveitarfélagsins.

Upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins, umhverfiskýrsla um breytingu á að alskipulagi,  álit Skipulagsstofnunar, greingargerð með framkvæmdarleyfi vegna afgreiðslu bæjarstjórnar, umsókn Vegagerðarinnarumsögn Umhverfisstofnunar, Matskýrsla VSÓ ráðgjöf ,  upplýsingar um nýja útfærslu í leið 3 b frá Vegagerðinni. 

Frekari lýsing á framkvæmd vegna Hringvegar nr.1, efnistökuáætlun , teiknihefti , námur, gatnamót, yfirlitsmynd,  yfirlitsmynd 2, Bergá drög,   Djúpá drög , Hornafjarðarfljót yfirlitsmynd , Hoffelsá yfirlitsmynd , loforð og skilyrði í mati á umhverfisáhrifum. Ræsaskrá , Bernarsamningur, Ramsarsamningur, rannsókn gróður og fuglar,  breytingatillaga,  frumdrög svar hönnuðar

Fuglalíf á endurheimtum vötnum, endurheimt votlendis aðgerðaráætlun,  vegir ávotlendi með mjúkri undirstöðu. 

Lög nr. 17/1965 um landgræðslu, lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, lög nr. 80/2012 um menningarminjar, lög nr. 60/2013 um náttúruvernd. 


Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Höfn í Hornafirði 5. desember 2016
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri