Umhverfið

Sveitarfélagið Hornafjörður er víðfemt með viðkvæma náttúru því er mikilvægt að íbúar og gestir gangi gætilega um og beri virðingu fyrir fjölbreyttri náttúru. Hættur og tækifæri geta leynst í slíkri náttúru, fjörur, jöklar og ár geta verið hættulegar og utanvegaakstur á viðkvæmum svæðum er ólíðandi.

Hornafjörður er eitt af landmestu sveitarfélögum landsins þar sem íbúar búa dreift á um 200 km. landsvæði sem nær frá Hvalnesskriðum í austri að Skeiðarársandi í vestri. Íbúar eru flestir á Höfn en einnig búa margir í hinum dreifðari byggðum Hornafjarða