Um verkefnið

Um Hornafjörð, náttúrulega!

Í lok ársins 2019 ákvað sveitarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar að hefja heildarstefnumótun fyrr sveitarfélagið allt með áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að stefnumótuninni kom stór hópur úr sveitarfélaginu, kjörnir fulltrúar, starfsmenn sveitarfélagsins auk íbúa og hagsmunaaðila.
Eftir að nýr bæjarstjóri, Sigurjón Andrésson, tók við störfum var ákveðið að fara á fullt skrið við innleiðingu stefnunnar. Nýheimar þekkingarsetur var fengið að borðinu til að stýra verkefninu og hefur verið í góðu samstarfi við bæjarstjóra, sviðstjóra, forstöðumenn og starfsmenn stofnanna sveitarfélagsins. En mikilvægt er að innleiðing stefnunnar nái til allra starfsmanna og stofnanna sveitarfélagsins.
Verkefnið hófst af fullum krafti í byrjun árs 2023 með samráðsfundum, kynningarfundun og þróun innleiðingarinnar. Starfsmenn hafa verið upplýstir og íbúum gert kleift að fylgjast með og taka þátt á samfélagsmiðlum. Verkáætlun hefur verið skilgreind út árið 2023 sem fyrsti fasi innleiðingar stefnunnar og eru til að mynda ráðgerðir fjórir átaksmánuðir sem tileinkaðir verða hverri stoð stefnunnar. Þær eru umhverfis- og loftlagsmál, félagslegir þættir, hagsæld og stjórnarhættir.

Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við verkefnisstjóra á natturulega@hornafjordur.is.

Sjá má stefnuna á fjórum tungumálum.