Hagahverfi
Nýtt og Spennandi Íbúðahverfi á Höfn
Hagahverfi er nýtt og spennandi íbúðahverfi staðsett norðan megin við tjaldsvæðið á Höfn. Við hönnun hverfisins hefur verið lögð áhersla á fjölbreytta byggð, vandaða umhverfismótun og góða tengingu við gönguleiðir.
Svæðið er um 13 ha að stærð, að hluta til ræktuð tún. Þrátt fyrir að vera óbyggt enn sem komið er, er mikilvæg þjónusta í göngufæri: Handan Hafnarbrautar (sem er stofnbraut og aðal aðkomuleið) og vestar eru stofnanir á borð við heilsugæsla, leikskóli og kirkja, auk íbúða fyrir aldraða.
Á svæðinu er gert ráð fyrir einbýli-, par- og raðhúsum ásamt fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara. Alls er gert ráð fyrir um 200 íbúðareiningum á svæðinu. Deiliskipulagið skilgreinir byggingarreiti og setur fram skilmála um húsagerðir og uppbyggingu sem leggja grunn að vönduðum frágangi. Markmið skipulagsins er að styrkja íbúðabyggð á Höfn, styðja við sjálfbæra þróun og auka framboð íbúða fyrir ólíka hópa.
Úthlutunarferli hafið
Þann 18. nóvember 2025 samþykkti bæjarráð að hefja ferli við úthlutun lóða í Hagahverfi. Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs hefur verið falið að auglýsa lausar lóðir og gera skilmála og upplýsingar um þær aðgengilegar.
Samþykkt hefur verið að tímamörk framkvæmda í 7. grein reglna um úthlutun lóða skulu miðast við dagsetningu byggingarhæfis lóða en ekki dagsetningu lóðarúthlutunar. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum við uppbyggingu innviða á svæðinu ljúki á næstu 12 til 18 mánuðum. Lóðir verða þá byggingarhæfar, sem þýðir að komnar eru akfærar götur að lóðum og að fyrir liggi tenging við neysluvatns- og fráveitukerfi að lóðarmörkum.
Í fyrsta áfanga úthlutunar verða úthlutaðar eftirfarandi lóðir:
- Kletthagi 1-5 er fjölbýlishúsalóð með 3 byggingarreitum fyrir 30 íbúðir staðsett næst Hafnarbraut fyrir tveggja til þriggja hæða hús með heimild fyrir kjallara
- Kletthagi 14-20 og Kletthagi 22-28 eru lóðir skilgreindar fyrir 4-íbúða raðhús á tveimur hæðum með heimild fyrir kjallara.
- Lambhagi 9-11, Lambhagi 13-15 og Lambhagi 17-19 eru parhúsalóðir fyrir byggingar á tveimur hæðum með heimild fyrir kjallara.
- Lambhagi 8, Lambhagi 10, Lambhagi 12 og Lambhagi 14 eru einbýlishúsalóðir fyrir 1 hæðar með heimild fyrir kjallara. Bílskúr er valkvæður, sé hann byggður skal hann vera hluti af íbúðarhúsi/sambyggður íbúðarhúsi og standa innan sama byggingarreits og íbúðarhús.
Umsóknarform
Sækja má um lausar lóðir á þar til gerðu eyðublaði á Íbúagátt sveitarfélagsins - Sækja um lóð hér
Í umsókn skal koma fram hvort umsækjandi sækir um lóð til eigin búsetu eða í öðrum tilgangi. Í umsókn skal einnig koma fram fyrirhuguð tímaáætlun umsækjanda m.a. um upphaf framkvæmda, fokheldi, töku húss í notkun og lóðarfrágang. Ennfremur skulu umsækjendur leggja fram í umsókn upplýsingar um fjármögnun byggingarframkvæmda og þar sem við á, staðfestingu fjármálastofnunar um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Vegna umfangsmikilla framkvæmda er sveitarfélaginu heimilt að óska eftir ítarlegri upplýsingum frá umsækjanda. Umsækjandi skal vera í skilum með opinber gjöld til Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Staðfestingargjald
Við úthlutun lóðar skal lóðarleigjandi greiða óafturkræft staðfestingargjald. Gjaldið gengur annars upp í byggingargjöld. Upphæð staðfestingargjalds: 500.000 kr. fyrir hverja íbúðareiningu. Greitt staðfestingargjald telst vera viðurkenning lóðarhafa á því að hann hafi kynnt sér ítarlega alla skilmála er varða lóðina og samþykkt að hlíta þeim.
Hagnýtar upplýsingar og skilmálar
Eftirfarandi gögn og skilmálar eru aðgengileg:
- Hagahverfi deiliskipulag
- Lóðarblöð
- Hæðarblöð (væntanleg)
- Kletthagi 1-5
- Kletthagi 14-28
- Lambhagi 8-19
- Jarðrannsóknarskýrsla (væntanleg)
- Reglur um úthlutun lóða
- Skilmálar fyrir grundun húsa og lóða
- Plan og langsnið
Fyrirspurnir
Fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið má senda til verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála, Guðrúnar Ögðu, á netfangið: gudruna@hornafjordur.is
Dæmi um útfærslur húsa:





