Covid - staða 17.3.2020

17.3.2020

Staðan á Hornafirði er þannig nú að 5 einstaklingar eru í sóttkví á Hornafirði, þeir voru á Tenerife og Kanarí sem tilheyrir Spáni sem er skilgreint hættusvæði frá og með laugardeginum.

Engin smit hafa komið upp.

Fólk þarf að fara í sóttkví ef það hefur dvalið sólarhring eða meira á hættusvæði, sem eru Kína, Suður-Kórea, Íran, Ítalía, Frakkland, Spánn, Þýskaland og öll skíðasvæði í Ölpunum (Austurríki, Sviss, Slóvenía, Frakkland, Þýskaland).

Fólk sem er að koma frá öðrum löndum þarf ekki að fara í sóttkví, samkvæmt leiðbeiningum í dag, en þurfa að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum.

Öllum ber að tilkynna um veikindi sem upp koma innan 14 daga frá utanlandsferðum. Hringja á heilsugæslu og í 1700 utan opnunartíma heilsugæslu.