31.10.2022 : Bæjarstjórn ályktaði um heilbrigðis- og fæðingarþjónustu á landsbyggðinni

Á septemberfundi bæjarstjórnar var ályktað um jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðis- og fæðingarþjónustu sem á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. 

24.10.2022 : Umhvefisviðurkenningar 2022 - framlengdur frestur

Umhverfis-og skipulagsnefnd auglýsir á ný eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2022.

21.10.2022 : Bæjarstjórnafundur

Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn þann 25. október kl. 16:00 í fundarsal á þriðju hæð í Ráðhúsi.

21.10.2022 : Leyfi til nýtingar á landssvæði við Kollumúla

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir skv. meginreglu stjórnsýsluréttarins eftir aðila til að nýta lóð L234664 undir aðstöðuhús fyrir dagdvalar- og tjaldgesti í Kollumúla og salernishús, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu á aðstöðuhúsi fyrir skálaverði á lóðinni.

18.10.2022 : Íbúð til leigu í Borgartúni, Öræfum.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir 111,3 fm. 4 herb. endaraðhús til leigu að Borgartúni 14a í Öræfum.

11.10.2022 : Ungmennaráð tekið til starfa

Ungmennaráð Hornafjarðar 2022-2023 er nú tekið til starfar. Það er sett saman af ungmennum á aldrinum 13 ára – 24 ára, fulltrúum frá FAS, GH, Þrykkjunni , umf. Sindra og fulltrúum frá atvinnulífinu.

6.10.2022 : Málþing um heilsueflingu 60+

Velheppnað og skemmtilegt málþing um heilsueflingu 60+ var haldið í Ekrunni 5. október í samvinnu við Bjartan lífsstíl. Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara og er málþingið hluti af heilsueflingarátaki 60+ á landsvísu. 

6.10.2022 : Truflun á vatnsveitunni í Nesjum mánudaginn 10. okt. milli 13-17.

Vegna viðhalds á vatnsveitunni getur orðið tímabundið vatnsleysi á mánudag 10. okt. milli 13.00 og 17:00 innan Láxár í Nesjum.