28.3.2019 : Hafnarbraut lokuð vegna framkvæmda

Hafnarbraut við Víkurbraut verður lokuð í dag 28. mars og á morgun 29. mars vegna fráveituframkvæmda.

20.3.2019 : Bæjarráð mótmælir harðlega skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs

Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna áforma fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

15.3.2019 : Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar

Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.

13.3.2019 : Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram að þessu sinni í Hafnarkirkju þann 11. mars sl.

12.3.2019 : Bæjarstórnarfundur 14. mars

Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn þann 14. mars kl. 16:00 í Svavarssafni.