24.6.2022 : Humar-Sumarhátíð á Sjónarhól

Í tilefni Humarhátíðar hélt leikskólinn Sjónarhóll Humar-Sumarhátíð í dag. Fyrst var brekkusöngur og síðan boðið upp á allskyns skemmtilegt í garðinum, t.d. sameiginlegt listaverk, þrautabraut, sandkastalagerð, danspartý og ýmsa karníval leiki. Að lokun voru grillaðir hamborgarar í matinn og borðuðu eldri börnin úti. Börnin voru einnig búin að föndra skraut í vikunni og skreyttu garðinn og deildirnar sínar. 

22.6.2022 : Humarhátíð 2022

Dagskrá Humarhátíðar 2022 er fjölbreytt að vanda og eru allir hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum. 

10.6.2022 : Sportabler í stað Nora

Um þessar mundir eru foreldrar í óða önn að skrá börn sín á leikjanámskeið og sumarnámskeið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Í stað þess að gera það í gegnum Norakerfið þá þarf núna að skrá börnin í gegnum Sportabler. 

9.6.2022 : Sigurjón Andrésson ráðinn bæjarstjóri

Sigurjón Andrésson ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

9.6.2022 : Grunnskólanum í Hofgarði slitið 30. maí

Grunnskólanum í Hofgarði var slitið 30. maí sl. Að þessu sinni fóru skólaslitin fram í Efrabænum á Fagurhólsmýri þar sem skólinn hefur verið starfræktur frá byrjun mars vegna breytinga í Hofgarði.

9.6.2022 : Vinnuskólinn mættur

Það er ekki laust við að hjartað taki smá gleðihopp þegar gulu vestin eru mætt í beðin hjá bænum því það er svo sannarlega merki um að sumarið sé komið.

6.6.2022 : Again the Sunset í Svavarsafni

Again the Sunset er hluti af verkum á Listahátíð en verður fyrst flutt í Svavarssafni á morgun þriðjudag kl. 20:00.

3.6.2022 : Ný bæjarstórn tekin til starfa

Miðvikudaginn 1. júní tók ný bæjarstjórn til starfa í Sveitarfélaginu Hornafirði. 

3.6.2022 : Ný fræðsluskilti um örnefni

Sett hafa verið upp skilti við Náttúrustíginn og á Ægissíðu þar sem finna má örnefni í umhverfi Hafnar.

Síða 1 af 2