Hinsegin vika 28. mars-1. apríl

28.3.2022

Þessa viku heldur sveitarfélagið sína fyrstu hinsegin viku. Markmið hennar er að auka fræðslu og skapa umræður sem tengjast hinsegin málum og fagna í leiðinni fjölbreytileikanum. 

Sveitarfélagið vill leggja sitt af mörkum til þess að hér megi öllum líða vel og að allir fái að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Hinsegin vikan mun samanstanda af ýmsum viðburðum og dagskráin sem hér segir

Dagskrá vikunnar:

Mánudagurinn 28.3. - Hinsegin vika hefst. Hvetjum alla til að sýna samstöðu og flagga með regnbogafánum sem víðast. Sýningar á verkum leikskólabarna veður á Menningarmiðstöðinni og regnboga kleinuhringir til sölu í Nettó.

Þriðjudagur 29.3. kl. 19:30 - Bíó í Sindrabæ og verður sýnd myndin Call me by your name. Frítt í bíó meðan að húsrúm leyfir.

Miðvikudagur 30.3. - Fyrirlestrar í Nýheimum frá kl. 10:30 - 18:00. Fræðsla fyrir almenning á vegum samtakanna 78 kl. 17:00 í Nýheimum. Fyrirlesari Mars Proppe *

Fimmtudagur 31.3. kl. 17:00 – 19:00 - Human Library í Bókasafni, Laufey Hafsteinsdóttir - Carmen Diljá Eyrúnardóttir – Sigríður Þorvarðardóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir.

Föstudagur 1.4. kl. 13:00 - Regnbogaganga. kl. 15:00 - 17:00 opið fjölskylduföndur í Svavarssafni. 

Við viljum hvetja alla íbúa til að taka þátt, nýta sér fræðsluna og mæta á viðburði.

*Fræðsla á vegum Samtakanna 78 í Nýheimum miðvikudaginn 30. mars

Mars Proppe sér um fræðsluna:

10:30 – 11:30 Nemendur FAS

11:40 - 12:40 Starfsfólk FAS og Nýheima

13:30 – 14:30 Þjálfarar og meistaraflokkar Sindra

15:00 - 15:55 Starfsfólk sveitarfélagsins stefnt er að senda hann líka út í streymi Teams slóð neðst í fréttinni

16:00 – 16:55 Fræðsla fyrir almenning

 Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________