Starfsdagur í skólum í Sveitarfélaginu Hornafirði mánudaginn 16. mars

13.3.2020

Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í skólum á Hornafirði í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra virkjaði í dag heimildir sóttvarnarlaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. 

Starfsdagur verður í Grunnskóla Hornafjarðar, Leikskólanum Sjónarhól og í tónskólanum. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að búið er að setja á samkomubann vegna Covid-19 og skólum er gert að haga starfi sín samkvæmt þeim tilmælum sem því fylgja. Þau tilmæli eru þó ekki alveg ljós enn sem komið er og verður mánudagurinn notaður til að þess að gera áætlanir um framhaldið út frá væntanlegum tilmælum.

Þrátt fyrir að búið sé að slá venjulegt skólastarf af á mánudag er mikilvægt að fólk haldi ró sinni. Hér hefur ekkert smit greinst enn sem komið er og þegar kemur að því verðum við upplýst um það.