Bókun bæjarráðs

Opið bréf um nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót

26.6.2016

Bæjarstjórn barst opið bréf frá Páli Imsland um nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót, bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar bókaði eftirfarandi á fundi sinum:  Aðdragandi að nýjum veg yfir Hornafjarðarfljót hefur verið umtalsverður og hefur lína á þessum slóðum verið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 1998.

Aðdragandi að nýjum veg yfir Hornafjarðarfljót hefur verið umtalsverður og hefur lína á þessum slóðum verið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 1998. Þessi vegstytting var eitt af þeim málum sem rætt var um við sameiningu gömlu hreppanna í Austur-Skaftafellssýslu árið 1996 en þá var fyrst byrjað að tala um nýjan veg og brú yfir Hornafjarðarfljót. Síðan hefur verið mikil barátta um að tryggja fé í framkvæmdina og hún verið að mestu fjármögnuð í tvígang en ytri aðstæður síðan orðið til þess að ekki var hafist handa við verkið. Það hefur verið afstaða flestra sem setið hafa í bæjarstjórn frá 1998 að nýr vegur um Hornafjarðarfljót eigi að liggja á þeim slóðum sem aðalskipulag sveitarfélagsins segir til um. 

Árið 2009 var nákvæm lega vegarins sett inn á aðalskipulag sveitarfélagsins leið 3b. Eftir að unnin hafði verið frummatsskýrsla vegna framkvæmdarinnar og hún send Skipulagsstofnun til umsagnar. Þar segir: það er niðurstaða sveitarstjórnar að leið 3b þjóni hagsmunum samfélagsins best, hún styttir þjóðveg nr.1 umtalsvert, meiri stytting verður á vegalengdum innan sveitarfélagsins samanborið við aðrar leiðir sem skoðaðar voru, stórbætt aðgengi íbúa að þjónustukjarna sveitarfélagsins, aukið umferðaröryggi og greiðfærari. Þetta ferli hefur allt verið opið og samkvæmt þeim reglum sem um slíkar framkvæmdir gilda. 

Vegagerðin hefur unnið að því frá 2009 að hanna og útfæra veglínuna á þeim stað sem aðalskipulag sveitarfélagsins segir til um. Nokkuð ljóst er einnig að breyting á veglínu frá gildandi skipulagi myndi hafa í för með sér mikla seinkunn á framkvæmdum við nýjan veg um Hornafjarðarfljót.