Sveitarfélagið hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

14.7.2017

 

 

Samkvæmt jafnréttisáætlun sveitarfélagsins skal framkvæma úttekt á launamuni kynjanna árlega. Markmið úttektarinnar er að kanna kynbundin launamun.  Könnunin leiddi í ljós að grunnlaun kvenna væru 0,6% hærri en grunnlaun karla. Heildarlaun karla voru 2,3% hærri en heildarlaun kvenna.

Ráðgjafafyrirtækið PwC framkvæmdi jafnlaunaúttekt fyrir sveitarfélagið, markmið úttektarinnar var að kanna kynbundin launamun að teknu tilliti til þeirra þátta sem almennt eru taldir hafa áhrif á laun.

Kannaður var bæði munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna. Grunnlaun eru þau laun sem greidd voru fyrir fullt starf í apríl 2017. Heildarlaun eru þau laungreidd voru fyrir fullt starf í apríl 2017 að viðbættum öðrum greiðslum (s.s. föstum greiðslum, greiðslum fyrir yfirvinnu, kaupaukagreiðslum, ökutækjastyrkjum, grænumferðastyrkjum, breytilegum álagsgreiðslum, greiðslum fyrir ákvæðisvinnu og tekjumati vegna bifreiðahlunninda eða annarra hlunninda).

Alls voru skoðaðar launagreiðslur 131 starfsmanna, þarf 32 karla og 99 kvenna. Starfsfólki var skipt í 10 starfshópa eftir ábyrgðar- og verksviði. Úttektin byggir á aðhvarfsgreiningu sem varpar ljósi á óútskýrðan launamuna kynjanna hjá sveitarfélaginu þegar búið er að taka tillit til kyns, aldurs, starfsaldurs, menntunar, starfshóps og heildarvinnustunda.