K100 sækir Hornafjörðinn heim föstudaginn 3. júlí

2.7.2020

Útvarpsstöðin K100 bregður undir sig betri fætinum í sumar og ætlar að kynnast landinu sínu, stöðunum og fólkinu betur. Þeir verða á Hornafirði 3. júlí og heimsókninni fylgir ítarlega umfjöllun um sveitarfélagið í Morgunblaðinu í dag.

 Á föstudögum hengja þeir Siggi og Logi hjólhýsið aftan í bílinn og bjóða Íslendingum upp á að vakna víðsvegar um landið. Þeir sækja Hornafjörðinn heim og hefja þaðan útsendingar á þættinum „Ísland vaknar“ kl. 7 föstudagsmorguninn 3. júlí. Einnig verður síðdegisþátturinn sama dag sendur út frá Höfn og fá þeir félagar Siggi og Logi til sín góða gesti.

Sagði Siggi þá á K100 vera mjög spennta fyrir því að stækka útsendingarsvæðið sitt þannig að útsendingar náist á Höfn. Fyrsti liðurinn í því verður tilraunaútsending á föstudaginn á FM 106,5 og vonumst þeir til að íbúar á Höfn taki vel í þetta! Eru Hornafirðingar sérstaklega hvattir til að láta í sér heyra á k100@k100.is.“