Kristín ráðin skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar

18.5.2022

Kristín Guðrún Gestsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar frá og með 1. ágúst næstkomandi.

 Kristín kenndi við Grunnskóla Hornafjarðar frá stofnun hans 2007 og síðustu 5 ár hefur hún verið aðstoðarskólastjóri á yngra stigi. Þar áður kenndi hún við Nesjaskóla og Hafnarskóla frá árinu 1996. 

Kristín er Hornfirðingum af góðu kunn enda búið hér síðan 1986, gift Jóhanni Morávek skólastjóra Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu og saman eiga þau 3 börn og 2 barnabörn. Kristínu er óskað velfarnaðar í starfi skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar.