Repjuolía sett á skipið Þinganes

23.5.2017

Í dag var í fyrsta sinn gerð tilraun með að setja repjuolíu á íslenskt skip, repjuolíunni var blandað saman við díeselolíu og er þetta vonandi upphafið að nýjum tímum í loftlagsbreytingum.  

Skinney Þinganes hefur lýst því yfir að áhugi er að vinna repjuolíu til þess að nýta hana sem orkugjafa. 


Ræktun í Flatey, áframvinnsla þar, hér á Höfn eða annar staðar í nágrenninu og síðan brennsla hennar á farartækjum fyrirtækisins er mjög spennandi kostur að skoða áfram.